Blog LúLúar

20 janúar 2005

23 ára í dag :)

jæja þá er loksins dagurinn runninn upp ég er orðin 23 ára....en ég fór í vinnuna í dag eftir að hafa legið heima í gær og í fyrra dag útaf aðgerð en maður verður nú að mæta í vinnu á afmælisdaginn sinn en ég mætti með köku í morgun ekkert smá góð nammi namm
svo var meira að segja sunginn lina úr afmælissöngnum fyrir mig ;)

en núna er maður bara komin í nýtt job í hagkaup...
er ekki lengur að vinna inni í snyrtivörudeild. helur er maður bara komin inn í tölvuumsjón ;) haldið að það sé nú...þvílíkur dugnaður í minni ha!

skrifa meira seinna... bless i bili

kveðja Afmælisstelpa

Afmælisbarn dagsins: Þú ert hlýleg manneskja með stórt hjarta og ert skemmtilega hvatvís. Einnig áttu gott með að taka skjótar ákvarðanir. Þú leikur hratt af fingrum fram ef aðstæður breytast skyndilega.

19 janúar 2005

hæhæ

fór í morgun til læknis útaf tánni á mér var að deyja en haldið ekki að hann hafi bara ákveðið að gera smá "aðgerð" á mér eða öllu heldur tánni....þá var hún orðin svona ands. slæm að hann hafði nú bara aldrei séð það ljótara...þannig að það var hafist handa að deyfa mig en þig sem þekkið mig vel vitið að eg er ekkert alltof mikið fyrir að fara inn á spítala en vá var ekki alveg að fíla mig þarna...hehe tók með mér eitthvað gamalt mannlífs blað síðan 2001 en það var eitt af nýustu blöðunum..en þetta gekk nú fljót af og ég er umbúðir stækkuðu fótun ábyggilega um svona 3 númer hehe
en ég var nú búinn að plana að fara á skíði um helgina en held að það verði nú ekkert úr því eins og bara djamminu sem ég ætlaði að fara á :( hlýt nú að höndla það...hef bara ammælis djamm seinna.....

en mér líður nú bara þokkalega eftir nokkrar verkjatölflur og svona heeh....
en skrifa meira seinna..
enda hef ekkert annað að gera
adios amigo

17 janúar 2005

hello hello....

veit að þið eigið aldrei eftir að trúa þessu en þetta er alveg satt....
á föstudaginn þá fór ég heim til Dízu að horfa a ædol og viti menn ég fór heim að SOFA þegar það var búið...en þurfti að mæta í vinnu klukkan 8 á laugard. en á laugard. þá kikti Díza á mig og við kiktum aðeins í bæinn á ara og Celtic en ég fór heim um hálf 3 og var EDRÚ....kemur á óvart eða hvað....

en núna ætla ég ekki að hafa þetta lengar þar sem ég er að fara að borða...

en mun skrifa fljótlega aftur

bæbæ

08 janúar 2005

hæhæ og góðan daginn...ótrulegt en satt þá var ég sofnuð um klukkan 12 í gær belive it or not....held að ég hafi ekki sofnað svona snemma á föstudegi síðan í ágúst eða eitthvað hehe en það var samt gott að vakna um 11 eldhress....vá hvað það var gott var búinn að gleyma því....en er að fara út núna með Dízu þannig að ég skrifa seinna...

adios amigo

02 janúar 2005

Gleðilegt ár...

uff hvað maður er búinn að hafa það gott...fyrir utan þynnku og verki allsstaðar eftir að hafa verið á djamminu á gamlárs og nýársdag...og svo var nátturlega dansað upp á borðum og stólum á gamlárs en það var nú frekar skrautlegt þar sem mér tókst að velta borðinu og datt niður á einhverja stóla og sló hendini í vegg og læti maður þannig að maður er nú frekar skrautlegur í dag þar sem maður fann ekki mikið fyrir þessu í gær þegar maður fór út þannig að ég skellti mér nú bara aftur á gaukinn enda var á móti sól aftur að spila en maður þorði nú ekki að taka áhættuna á því að dansa upp á borðum aftur þannig að ég skellti mér nú bara upp á hátalaran í þetta skiptið og dansaði við lagið Trausti vinur...hehe og fekk ég athygli eða hvað .... ég held að ég sé orðin frekar athyglissjúk þessa dagana...eg meina hver dansar upp á borðum og hátölurum annar en ég ;)

en þynnkan en að fara þannig að það er sp hvort maður verði ekki bara hress í kvöld og geri eitthvað að sér samt ekki að dansa uppá mublum hehe...

en ég gleymdi alltaf að segja hvernig mér fannst myndin í takt við tíman með stuðmönnum ....men hvað ég og Fríða hlóum mikið hehe...

en ælta að jafna mig eftir helgina skrifa meira seinna...
adios

28 desember 2004

hello hello

þá er maður nú búinn að borða og borða og vinna og vinna og jafnvel sofa eitthvað smá lika...

en ég, Diza og Habba skelltum okkur á skímó annan í jólum og kiktum svo á hitt "Heimilið okkar" Gaukinn....en ég var þar til klukkan að verða 6 sem er ekki gott....Þar sem það var nú vinna í gær hjá mér...en maður var nú frekar skrautlegur í vinnuni í gær..en það er nú bara hressandi....

en í kvöld er það nú bara Bíó með Fríðu frænku...á stuðmanna myndina...

skrifa nú fljólega aftur ...

en um áramótin eða bara 31 des og 1 jan þá verð ég "heima" á gauknum hehe

adios amigo

24 desember 2004

GLEÐILEG JÓL